Stefnuskrá
auðlesin útgáfa

Stefnu-skrá Fjarða-listans fyrir kosningar 14. maí 2022

Fjarða-listinn er félags-hyggju stjórn-mála-flokkur

Félags-hyggja er stefna sem snýst um að passa upp á að allir í sam-félaginu búi við góðar aðstæður. Fjarða-listinn vill að allt fólk fái sömu tæki-færi, til dæmis sömu tæki-færi á að fara í skóla, fá þjónustu frá sveitar-félaginu og að að-gengi sé gott fyrir alla. Fjarða-listinn vill að mann-réttindi séu virt.

Það sem Fjarða-listinn vill gera eftir kosningar 14.maí 2022.

Velferðar-mál

Velferð er þegar fólki líður vel og þegar það fær góða aðstoð og þjón-ustu sem það þarf. Fjarða-listinn vill:

  • Þróa Sprett sem er teymi frá Fjarða-byggð sem hjálpar börnum og fjöl-skyldum þeirra þegar þau þurfa hjálp. Til dæmis ef þau þurfa hjálp í skólanum eða annars-staðar.
  • Vinna að því að koma upp Geð-ræktar-miðstöð. Það er staður fyrir fólk sem vill, fá fag-lega aðstoð til þess að líða vel, hitta annað fólk og sinna áhuga-málum. Fjarða-listinn vill að öllum íbúum líði vel.
  • Taka vel á móti fólki sem flytur til Fjarða-byggðar, til dæmis fólk á flótta og fólk frá öðrum löndum sem þarf hjálp frá Fjarða-byggð.
  • Passa upp á að að-gengi fatlaðs fólks sé gott í bygg-ingum sveitar-félagsins.
  • Halda áfram að vera með vetrar- og sumarfrístund fyrir fötluð börn.
  • Við viljum að fatlað fólk fái þjón-ustu sem er persónu-miðuð. Persónu-miðuð þjónusta er þegar fólk getur haft áhrif á það hvernig þjón-ustan er.
  • Veita góða heima- og læknis-þjónustu fyrir eldri borgara og ör-yrkja. Þannig getur fólk búið heima og liðið vel þar.
  • Við viljum styðja við sjálf-stæði og virkni eldri borgara í sam-félaginu.
  • Passa upp á heilsu-eflingu eldri borgara með skipu-lögðu starfi sem hjálpar þeim sem vilja.
  • Við viljum passa að eldri borgarar séu ekki ein-mana með því að hafa skipu-lagt starf þar sem það getur hitt annað fólk.
  • Koma af stað dag-þjálfun fyrir eldra fólk þar sem það hittir annað fólk og fær að sinna áhuga-málum með öðrum. Það er núna svo-leiðis á Breið-dalsvík.

    Jafn-réttis-mál

    Jafn-rétti er þegar allir hafa sama rétt og þegar allir hafa sömu tæki-færi í sam-félaginu. Fjarða-listinn vill:

    • Hafa meiri fræðslu um jafn-rétti í skólum og annars-staðar í Fjarða-byggð.
    • Að allir í sam-félaginu geti sótt um vinnu hjá sveitar-félaginu.
    • Við viljum hafa klefa og klósett í Fjarða-byggð fyrir öll kyn.
    • Að allar nefndir í Fjarða-byggð passi upp á jafn-rétti þegar teknar eru ákvarð-anir.
    • Fjarða-byggð er með jafn-réttis-áætlun sem við viljum passa upp á að farið verði eftir.
    • Tryggja ókeypis íslensku-kennslu fyrir fólk sem flytur til Fjarða-byggðar frá öðrum löndum.
    • Hafa meiri fræðslu um for-dóma og mis-munun sem fólk getur orðið fyrir og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það.

    Atvinnu-líf

    Fjarða-listinn vill hafa gott og fjöl-breytt atvinnu-líf fyrir alla. Fjarða-listinn vill:

    • Halda áfram að byggja upp hafnir í sveitar-félaginu til þess að sjávar-útvegur gangi vel. Sjávar-útvegur er atvinna sem tengist fisk og öðru sem veitt er í sjónum og selt áfram.
    • Gera Fjarða-byggð að góðum stað fyrir ný og fjöl-breytt fyrir-tæki.
    • Skoða mögu-leika á atvinnu án stað-setningar. Þá getur fólk unnið frá fleiri stöðum með því að nota tækn-ina.
    • Styðja við fólk í ferða-þjónustu á Austur-landi. Gefa þeim tæki-færi á að byggja upp fyrir-tækin og auka fjöl-breytni.
    • Halda áfram að styðja við listir, menn-ingu og ný-sköpun og búa til fjöl-breytt atvinnu-tækifæri.
    • Styðja við háskóla-samfélagið á svæðinu. Við viljum styðja rann-sóknir og ný-sköpun til þess að ný og fjöl-breytt fyrir-tæki verði til í Fjarða-byggð.
    • Vinna að því að Grænn orku-garður verði til. Þá gætu komið ný störf og við minnkum mengun.
    • Við viljum styðja við sjálf-bæra mat-væla-framleiðslu. Með því mengum við minna.
    • Ýta á að fá ljós-leiðara á suður-strönd Reyðar-fjarðar og á norður-strönd Fáskrúðs-fjarðar. Þannig fáum við betra og hrað-ara „internet“.

    Hús-næðis, um-hverfis og skipu-lags mál

    Fjarðalistinn vill meiri upp-byggingu hús-næða í Fjarða-byggð. Við viljum þó áfram passa upp á nátt-úruna. Fjarðalistinn vill:

    • Halda áfram að vinna með leigu-félögum eins og Bríet og Brák.
    • Bjóða af-slátt af gatna-gerðar-gjöldum. Gatna-gerðar-gjöld eru til þess að það séu gerðir vegir í kringum hús og að þeir séu þjónust-aðir eins og að laga vegina þegar þess þarf.
    • Tryggja fjöl-breyttar lóðir til þess að byggja húsnæði í Fjarða-byggð.
    • Auðvelda leit að lóðum sem eru lausar til þess að byggja á.
    • Fjölga búsetu-úrræðum fyrir eldri borgara með því að fjölga litlum og meðal-stórum íbúðum.
    • Halda áfram að styðja við ókeypis almennings-samgöngur í rútum í Fjarða-byggð.
    • Huga að frá-veitu-málum í Fjarða-byggð. Frá-veita er kerfi sem leiðir frá-veitu-vatn eins og skólp á réttan stað.
    • Vinna að því að draga úr sóun og nota lítið plast til þess að menga minna.
    • Halda áfram að kynna fyrir íbú-um, fyrir-tækjum og skólum hvernig á að flokka sorp.
    • Við viljum að sveitar-félagið sé fyrir-mynd þegar kemur að því að vera á farar-tækjum eins og bílum sem menga minna.
    • Fylgja eftir góðri stefnu um lofts-lagsmál sem var samþykkt á síðasta kjör-tímabili.

    Fræðslu-mál

    Á síðustu árum hefur tækni-þróun verið mikil og miklar brey-tingar á skóla-samfélaginu. Það er mikil-vægt að skólar í Fjarða-byggð þróist í takt við breytta tíma svo öllum líði vel í skól-anum. Fjarðalistinn vill:

    • Halda áfram að þróa skóla-samfélagið, frístund og félags-miðstöðvar Fjarða-byggðar í takt við breytt samfélag.
    • Kenna náms-efni með fjöl-breyttum kennslu-aðferðum, hafa náms-efni skap-andi og þróa gott náms-umhverfi fyrir öll börn.
    • Nýta tækni til þess að koma til móts við börn með ólíkar þarfir.
    • Styrkja stoð-þjónustu skóla-nna og horfa á hvern nem-anda fyrir sig. Passa að hver og einn fái þjón-ustu sem hann þarf.
    • Auka samstarf á milli skóla, skóla-stiga, Austur-búar og háskóla-samfélags-ins í Fjarða-byggð.
    • Passa upp á fræðslu í skólum um hin-segin mál-efni.
    • Auka jafn-réttis, kyn- og kynja-fræðslu í skólum.
    • Auka fræðslu um fjöl-breyti-leika nemenda svo öllum líði vel.
    • Við viljum vinna gegn mis-munun, for-dómum, ein-elti og of-beldi í skólum.
    • Passa að öll börn hafi sömu tæki-færi á því að fara í tónlistar-nám.
    • Hugsa vel um börn sem flytja frá öðrum löndum, taka vel á móti þeim og passa upp á kennslu þeirra.
    • Halda áfram að bæta skóla-lóðir og passa upp á aðgengi fyrir alla.
    • Styrkja leik-skóla Fjarða-byggðar.

    Íþróttir, menning og tóm-stundir

    Fjarðalistinn vill bæta enn frekar íþrótta- og tóm-stundastarf fyrir íbúa. Við viljum að allir hafi tæki-færi á fjölbreyttu og skemmti-legu tóm-stundastarfi til þess að líða vel. Fjarðalistinn vill:

    • Bæta íþrótta-stofnanir í Fjarða-byggð.
    • Efla tóm-stundir fyrir þá sem finna sig ekki í hefð-bundnum íþróttum.
    • Við viljum hjóla- og göngu-stíg á milli Eski-fjarðar og Reyðar-fjarðar.
    • Klára göngu- og hjóla-stíga í Fjarða-byggð. Sér-staklega í þeim bæjum sem þurfa betri stíga.
    • Klára að laga Fjarða-byggðar-höllina.
    • Bæta sam-starf á milli skóla, æsku-lýðs-félaga, frí-stunda-heimila og félags-miðstöðva.
    • Klára að laga inni-sundlaug Reyðar-fjarðar.
    • Laga Eskifjarðar-völl svo hægt verði að nota hann í keppnir.
    • Styðja við sam-starf á milli íþrótta-félaga sem starfa í Fjarða-byggð.
    • Halda áfram að bæta Menningar-stofu Fjarða-byggðar.
    • Við viljum styðja við ný-sköpun og lista-starfsemi.
    • Halda áfram að styðja við Sköpunar-miðstöð-ina á Stöðvar-firði.
    • Bæta áfram almennings-samgöngur í rútu fyrir íþrótta- og tómstunda-starf.
    • Auka mögu-leika ungs fólks á að nýta hús-næði sem sveitar-félagið á til félags-starfs.
    • Halda áfram að bæta fag-legt starf félags-mið-stöðva og laga að-stöðu í sam-vinnu við ung-menna-ráð.
    • Endur-skoða opnunar-tíma á söfnum í Fjarða-byggð.
    • Byggja upp Stríðs-ára-safnsins á Reyðar-firði.

    Lýð-ræði og stjórn-sýsla

    Lýð-ræði er þegar íbúar geta haft áhrif á sam-félags-leg mál-efni. Fjarða-listinn vill tryggja lýð-ræði þegar kemur að upp-lýsingum og ákvörð-unum sveitar-félagsins. Fjarðalistinn vill:

    • Tryggja lýð-ræði þegar kemur að því að ákveða hvaða fram-kvæmdir fara af stað og í hvaða röð.
    • Endur-skoða hvernig verkum og tekjum er skipt á milli ríkis og sveitar-félaga.
    • Passa að upp-lýsingar um þjón-ustu og fréttir sveitar-félagsins séu aðgengi-legar fyrir alla.

      Fjarðalistinn vill líka berjast fyrir:

      • Betri sam-göngum. Við viljum betri Suður-fjarðaveg, vegurinn sem liggur frá Reyðar-firði í Beru-fj-örð. Vil viljum líka bæta leiðir inn í Mjóa-fjörð.
      • Við viljum að ríkið búi til fleiri hjúkrunar-rými í sveitar-félaginu fyrir fólk sem getur ekki búið heima hjá sér lengur vegna aldurs og heilsu.
      • Að skipulag fjarða og víkna fari til sveitar-félaga.
      • Að fram-kvæmdum við ofan-flóða-varnir verði haldið áfram. Við viljum að allir séu öruggir heima hjá sér.
      • Við viljum endur-skoða hver eru verkefni ríkis og hver eru verkefni sveitar-félaga.