Fulltrúar Fjarðalistans, þau Stefán og Hjördís, á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs kjörtímabils.

Í gær föstudaginn, 3. júní, var fyrsti bæjarstjórnarfundur nýrra bæjarstjórnar haldinn. Dagskráin var með hefðbundnum hætti, t.d. fór fram kosning forseta bæjarstjórnar, formanns bæjarráðs og skipun nefndarfólks. Okkar eigin Hjördís Helga Seljan var kosin forseti Bæjarstjórnar og stýrði sínum fyrsta fundi með mikilli prýði. Í bæjarráð voru kjörin þau Stefán Þór Eysteinsson (Fjarðalistanum) sem jafnframt verður formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir (Framsóknarflokki) og Ragnar Sigurðsson (Sjálfstæðisflokki ). Fjarðarlistinn verður með formennsku í félagsnefnd, íþrótta- og tómstundarnefnd, mannvirkja- og veitunefnd og stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar seinni tvö ár kjörtímabilsins.

Fyrir hönd Fjarðalistans sitja eftirfarandi í nefndunum:

Félagsmálanefnd: Hjördís Helga Seljan (formaður) og Kamilla Borg Hjálmarsdóttir (vara)

Fræðslunefnd: Salóme Harðardóttir (varaformaður), Jónas Eggert Ólafsson, Birta Sæmundsdóttir (vara) og Malgorzata Beata Libera (vara).

Hafnarstjórn: Stefán Þór Eysteinsson (varaformaður), Einar Hafþór Heiðarsson, Eydís Auðbjörnsdóttir (vara) og Adam Ingi Guðlaugsson (vara).

Íþrótta- og tómstundarnefnd: Arndís Bára Pétursdóttir (formaður) og Katrín Birna Viðarsdóttir (vara).

Mannvirkja- og veitunefnd: Stefán Þór Eysteinsson (formaður) og Birkir Snær Guðjónsson (vara).

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar: Birta Sæmundsdóttir (varaformaður) og Sigrún Birgisdóttir (vara).

Skipulags- og umhverfisnefnd: Esther Ösp Gunnarsdóttir (varaformaður), Birkir Snær Guðjónsson, Jóhanna Guðný Halldórsdóttir (vara) og Björgvin Valur Guðmundsson (vara).

Ráðning bæjarstjóra

Öll mál á dagskrá fundarins voru samþykkt með 9 atkvæðum nema síðasta tillaga sem snéri að endur ráðningu á Jóni Birni Hákonarsyni sem bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu og gerðu athugasemd við að ráðningasamningur lægi ekki fyrir. Því var þó svarað á þann veg að bæjarráð mun núna fara yfir málið og verður ráðningasamningur settur saman í framhaldinu, enda öllum ljóst að samþykki bæjarstjórnar þarf að liggja fyrir áður en ráðningasamningur er saminn. Í Þessu ferli var farið að fordæmi bæjarstjórnafundar nr. 158 sem var haldinn í kirkju- og menningarmiðstöðinni 17. Júní 2014 þar sem verið var að endurráða bæjarstjóra og var bæjarráði falið að ganga frá ráðningasamningi.

Það er mikil synd að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að gera ferlið tortryggilegt þegar það á að vera öllum ljóst að ráðning á bæjarstjóra er í hefðbundnu ferli. Þegar ráðningasamningur verður tilbúinn verður hann lagður fyrir bæjarstjórn, eins og reglur gera ráð fyrir.   

Sum okkar eru að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum, en önnur hafa meiri reynslu af slíku. Mikil endurnýjun hefur verið í bæjarstjórn og í nefndum sveitarfélagsins. Allt eru þetta kraftmiklir einstaklingar sem brenna fyrir framtíð Fjarðabyggðar og vilja leggja sitt af mörkum. Við í Fjarðalistanum hlökkum til að vinna með öllum bæjarfulltrúum og göngum í komandi kjörtímabil full áhuga og vilja til að starfa fyrir íbúa Fjarðabyggðar.