Fjarðalistinn og Framsóknaflokkurinn hafa ákveðið byrja formlega viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf.

Fulltrúar Fjarðalistans hafa átt mjög gott samtal við fulltrúa Framsóknarflokksins í vikunni þar sem farið hefur verið yfir málefni komandi kjörtímabils. Það samtal hefur gengið vel og töluverður samhljómur á milli Fjarðalistans og Framsóknarflokksins. Sú ákvörðun hefur nú verið tekin að viðræðurnar séu orðnar formlegar. Haldið verður áfram að vinna að málefnasamninginn um helgina og reiknar Fjarðalistinn með að þessari vinnu ljúki um miðja næstu viku.