Þórunn Ólafsdóttir hefur verið ráðin kosningastjóri Fjarðalistans, lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, fyrir sveitarstjórnarkosningar þann 14. maí nk.
Þórunn er uppalin á Fáskrúðsfirði og er Austfirðingum að góðu kunn. Þórunn hefur um árabil látið til sín taka í þágu mannréttinda og hefur sinnt óeigingjörnum störfum við móttöku flóttafólks, bæði hér heima og erlendis.
Fjarðalistinn býður Þórunni velkomna til starfa.