Eins og öllum ætti að vera ljóst, stefnir nú í efnahagslægð vegna kórónuveirunnar sem á okkur herjar.  Á meðan það er best að láta sérfræðinga Landlæknisembættisins og Almannavarnir leiða baráttuna gegn þeim heilsufarslega vanda sem veirunni fylgir er líka rétt að ríki og sveitarfélög taki slaginn á öðrum vígstöðvum. 

Þjónusta á vegum sveitarfélagsins skerðist einnig og hefur verið ákveðið að leiðrétta gjöld vegna þeirra skerðinga.

Í bæjarráði Fjarðabayggðar var eftirfarandi bókun samþykkt einróma og er mikil samstaða meðal allra pólitískra afla þar um þessi viðbrögð:  Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf.Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til þess að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Bæjarráð felur bæjarstjóra, fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að taka saman minnisblað ásamt tillögum til aðgerða til viðspyrnu fyrir atvinnulíf og íbúa í Fjarðabyggð eftir umræðu á fundinum. Reikningar vegna leikskóla- og frístundargjalda sem og skólamáltíða hafa verið sendir út eins og um fulla þjónustu sé að ræða í marsmánuði.  Bæjarráð samþykkir að leiðrétt verði fyrir þeirri skerðingu sem nú er orðin á þessari þjónustu og felur fjármálastjóra útfærslu í samræmi við umræður á fundinum og í samvinnu við sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Með þessu verði komið til móts við foreldra/forráðamanna barna sem ákveða að hafa börn sín heima til að létta á starfsemi leikskóla eða vegna sóttkvíar og draga þá daga frá gjöldum. Jafnframt verði þeir dagar sem lokað verður í íþróttamiðstöðvum bætt aftan við gildistíma inneigna notenda. Tekið fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.“